Þrátt fyrir bæði Wow Air og Norwegian hafi haldið úti tíðu áætlunarflugi til Tenerife á árunum fyrir Covid þá létu stjórnendur Icelandair nægja að fljúga til spænsku eyjunnar fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Þar á meðal Vita sem er reyndar í eigu Icelandair Group.
Nú í vor hóf Icelandair hins vegar að fljúga á eigin kostnað til Tenerife en ferðirnir til Alicante eru áfram á vegum Vita.