Ókeypis Covid-trygging fyrir ferðafólk

Frá Mallorca. Mynd: Lindsay Lenard / Unsplash

Þó Íslendingar streymi ekki lengur til Mallorca þá er eyjan ennþá einn vinsælasti dvalarstaður Norður-Evrópubúa yfir sumarmánuðina. Í júlí var höfuðstaðurinn Palma til að mynda sú borg sem flestir flugu til frá Kaupmannahafnarflugvelli.

Og til að draga úr líkunum á að niðursveiflan í komum ferðamanna verði of mikil nú í haust og vetur þá ætla stjórnvöld á eyjunni að bjóða öllum ferðamönnum upp á sérstaka kórónuveirutryggingu. Allir þeir sem innrita sig á hótel á eyjunni geta þannig fengið trygginguna án auka greiðslu.

Þessi sérstaka trygging dekkar svo öll útgjöld sem rekja má til Covid-19 sýkingar, til dæmis kostnað við að framlengja dvöl á eyjunni vegna veikinda.