Ætla að bjóða flugstjórum lægri laun easyJet gerir

Flugvöllurinn í Gatwick. Mynd: London Gatwick

Útgerð British Airways frá Gatwick flugvelli í London hefur verið rekin með tapi síðustu þrjá áratugi og nú skoða forsvarsmenn félagsins að flytja starfsemina í nýtt flugfélag.

Þessi áform spurðust út nú í lok sumars og ætlunin mun vera að stofna einskonar lágfargjaldaflugfélag sem veitir easyJet og Ryanair samkeppni í Evrópuflugi frá Gatwick. Og meðal þess sem viðskiptaáætlunin gengur út á er að pressa laun flugmanna hins óstofnaða flugfélags niður fyrir það sem flugmenn easyJet fá greitt.

Í frétt The Telegraph segir að yngri flugstjórar muni fá rétt um 100 þúsund pund í laun á ári. Það jafngildir um einni og hálfri milljón íslenskra króna og er rúmlega 100 þúsund krónum lægri mánaðarlaun en easyJet borgar flugstjórum með álíka reynslu.

Önnur kjör áhafna þessa nýja flugfélags munu líka taka mið af því sem gerist og gengur hjá Ryanair og easyJet. Þar með verður einfaldara að laga starfsemina að árstíðarsveiflum.

Á tímabili bauð British Airways upp á samtals sextán áætlunarferðir til Íslands í viku frá London. Voru brottfarirnar þá tvær á dag frá Heathrow og tvær í viku frá London City flugvellinum. Breska flugfélagið hefur hins vegar ekki flogið til Íslands