Dýrasti flugmiðinn til Ítalíu á rúmar 9 þúsund krónur

Það er hægt að fljúga til Napólí og heim aftur fyrir um sex þúsund krónur þessa dagana. Mynd: Danilo D'Agostino - Unsplash

Þotur Wizz Air fljúga nú tvisvar í viku frá Keflavíkurflugvelli til þriggja ítalskra borga og fargjöldin sannarlega lág. Þannig er hægt að komast til Napólí í lok vikunnar fyrir aðeins þrjú þúsund krónur. Farið til Mílanó kostar um sjö þúsund en borga þarf um níu þúsund krónur fyrir að komast héðan til Rómar í vikunni.

Flugið heim kostar í flestum tilfellum álíka lítið en hjá Wizz Air þarf að borga aukalega fyrir allan farangur sem ekki kemst undir sætin. Og þeir sem geta ekki ferðast svo létt til Ítalíu eða vilja velja sér sæti um borð borga töluvert meira en sem nemur lægstu fargjöldunum.

Icelandair flýgur einnig til Ítalíu í vikunni, nánar tiltekið til Mílanó og sæti um borð kostar 29 þúsund krónur.

—–

30 daga áskrift á 300 krónur
Stór hluti af greinum Túrista er aðeins fyrir áskrifendur. Þú færð fullan aðgang í 30 daga fyrir aðeins 300 kr. með því að nota afsláttarkóðann „300“ þegar þú pantar áskrift hér. Að þeim tíma loknum er greitt fullt gjald (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja áskriftinni upp.