Samfélagsmiðlar

Eina landið innan EES sem veitir bólusettum ekki undanþágu

Það er orðið einfaldara að ferðast innan Evrópu frá því sem var í sumarbyrjun.

Þeir sem ferðast innan Schengen- og EES-svæðisins í dag þurfa ekki að fara í Covid-próf í tengslum við ferðalagið svo lengi sem þeir eru bólusettir. Nema ef ferðinni er heitið til Íslands.

Allir þeir sem ferðast til Íslands verða að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid-19 prófi við komuna. Í dag gerir ekkert annað ríki innan EES- eða Scengensvæðisins kröfu um slík vottorð frá fullbólusettum íbúum annarra aðildarríkja. Þetta sýnir samanburður Túrista sem byggir á upplýsingum af vefsvæðum erlendra stjórnvalda og upplýsingasíðu ESB.

Reglur landanna eru mismunandi eftir því hvort um er að ræða óbólusetta eða bólusetta ferðamenn en eins og staðan er í dag sleppa þeir sem tilheyra seinni hópnum við bæði sóttkví og Covid-próf geti þeir framvísað bólusetningarvottorði, t.d. kórónuveirupassa ESB, við komuna.

Spurður út í sérstöðu Íslands þó segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, að hann viti það ekki fyrir víst hvort ekkert annað land innan Schengen krefjist neikvæðs prófs fyrir Covid-19.

„Þessar kröfur hafa verið breytilegar síðustu vikur og mánuði en það sem er víst er að kröfur á landamærum eru mjög mismunandi milli landa. Við byggjum okkar aðgerðir á landamærunum á þeirri reynslu sem við höfum fengið undanfarna mánuði með víðtækri skimun, smitrakningu og raðgreiningu. Þannig höfum við sýnt fram á að bólusettir einstaklingar sem hingað koma geta borið með sér veiruna og sett af stað útbreidda sýkingu innanlands. Þannig tel ég rétt að krefja áfram farþega sem hingað koma um neikvætt PCR/hraðpróf til að lágmarka flutning veirunnar hingað til lands. Fá önnur lönd hafa skoðað þetta eins vel og við. Einkum vegna þess að fá lönd raðgreina eins mikið og við gerum,“ segir Þórólfur.

Líkt og sjá má á töflunni hér fyrir neðan er víða ætlast til þess að fólk forskrái sig fyrir ferðalag og sú regla gildir einnig hér á landi. Til viðbótar verða svo þeir sem eru með tengsl við Ísland að fara í aðra sýnatöku ekki síðar en tveimur dögum eftir komuna til landsins. Bólusettir íbúar annarra ríkja Schengensvæðisins þurfa ekki í þess háttar próf.

Á Bretlandi, sem er ekki hluti af Schengen, er reyndar gerð krafa um að þeir sem ferðast til landsins taki Covid-próf í síðasta lagi tveimur sólarhringum eftir komuna og framvísi líka prófi að heiman landamærin,

Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var sagt að aðeins þyrfti að taka próf í Bretlandi eftir komuna. Það er ekki rétt.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …