Það voru farnar rétt um fimmtán hundruð áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli í ágúst. Það er um þrefalt fleiri ferðir en á sama tíma í fyrra. Þegar horft er til ágúst 2019, þegar umferðin var í eðlilegum horfum, nemur samdrátturinn um fjörutíu prósentum samkvæmt daglegum talningum Túrista á flugumferð.