Eyjafjallajökull ennþá á Grænhöfðaeyjum

Þotan Eyjafjallajökull í litum Cabo Verde Airlines. Mynd: Cabo Verde Airlines

Icelandair Group í félagi við hóp íslenskra fjárfesta eignaðist meirihlutann í Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum í ársbyrjun 2019. Nú í sumar þjóðnýttu heimamenn hins vegar flugfélagið og Íslendingarnir misstu sinn hlut.

Og allar götur síðan hafa stjórnendur Loftleiða, dótturfélags Icelandair Group, reynt að fá tilbaka einu flugvélina sem var eftir í flota Cabo Verde Airlines. Um er að ræða 31 árs gamla Boeing 757 þotu sem ber heitið Eyjafjallajökull og var um langt árabil nýtt til að fljúga farþegum Icelandair á milli landa.

Ennþá er flugvélin í vörslu Cabo Verde Airlines en samkvæmt svörum frá Icelandair er vinna við að koma flugvélinni heim í farvegi.

—–

30 daga áskrift á 300 krónur
Stór hluti af greinum Túrista er aðeins fyrir áskrifendur. Þú færð fullan aðgang í 30 daga fyrir aðeins 300 kr. með því að nota afsláttarkóðann „300“ þegar þú pantar áskrift hér. Að þeim tíma loknum er greitt fullt gjald (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja áskriftinni upp.