Helmingi færri flugu til Eyja en sumarið 2019

Flugstöðin í Vestmannaeyjum. Mynd: Isavia

Icelandair spreytti sig á áætlunarflugi til Vestmannaeyja í sumar en lét gott heita í lok ágúst. Upphaflega áætlun félagsins gerði þó ráð fyrir ferðum út september. Síðastliðið sumar gaf flugfélagið Ernir flugið til Eyja upp á bátinn vegna lítillar eftirspurnar. Stjórnendur Icelandair gáfu sömu skýringu á ákvörðun sinni um að hætta nú í lok sumars.

Samtals flugu 2.499 farþegar til og frá Vestmannaeyjum frá maí til ágúst í ár en fjöldinn nam 1.356 farþegum síðastliðið sumar. Farþegafjöldinn í júlí og ágúst var hins vegar sá sami bæði árin eins og sést á grafinu hér fyrir neðan.

Þjóðhátíð féll niður í ár og í fyrra og það hefur mikil áhrif á eftirspurn eftir flugi til Eyja. Í ágúst fjölgar farþegunum vanalega umtalsvert. Í ágúst 2019 flugu þannig 1.623 farþegar til og frá Eyjum en þeir voru mun færri mánuðina á undan. Samtals flugu 5.226 farþegar til og frá Vestmannaeyjum sumarið 2019.

—–

30 daga áskrift á 300 krónur
Stór hluti af greinum Túrista er aðeins fyrir áskrifendur. Þú færð fullan aðgang í 30 daga fyrir aðeins 300 kr. með því að nota afsláttarkóðann „300“ þegar þú pantar áskrift hér. Að þeim tíma loknum er greitt fullt gjald (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja áskriftinni upp.