Samfélagsmiðlar

Horfa aftur til nýrra tíma

MAX þotur Icelandair gera félaginu kleift að fjölga tíðni ferða þar sem sætin um borð eru færri en í gömlu þotunum.

Leiðakerfi Icelandair á næsta ári verður með allt öðru sniði en síðustu tvö sumur samkvæmt því sem lesa má út úr bókunarsíðu félagsins. Farþegar á leið héðan til Evrópu verða þar með ekki lengur að vakna um miðja nótt og ef ferðinni er heitið vestur um haf er hægt að leggja í hann eftir kvöldmat.

Þotur Icelandair munu nefnilega taka á loft frá Keflavíkurflugvelli á fleiri tímum dags næsta sumar en verið hefur. Með þessum breytingum fjölgar ekki aðeins valkostum þeirra sem eru á leiðinni til og frá Íslandi heldur líka þess hóps sem er á leið yfir Norður-Atlantshafið og millilendir á Keflavíkurflugvelli.

Þessar breytingar eru að megninu til í takt við þá uppstokkun á leiðakerfi Icelandair sem kynnt var haustið 2018 og var hleypt af stokkunum sumarið eftir. Icelandair var hins vegar vængbrotið félag árið 2019 vegna kyrrsetningar Boeing MAX þotanna sem skildu eftir sig stórt skarð í flugflotanum. Starfsemin komst því ekki á skrið þrátt fyrir að helsti keppinauturinn, Wow Air, hafi horfið af markaðnum. Síðan kom Covid-19 sem hefur sett allt úr skorðum síðustu tvö sumur.

Draga úr álagi í Leifsstöð

Nú ætla stjórnendur Icelandair greinilega að gera aðra tilraun til að setja 2019 útgáfuna að leiðakerfinu í loftið. Yfirlýst markmið með breytingunni á sínum tíma var að draga úr álaginu á Keflavíkurflugvelli á morgnana og seinnipartinn en á þeim tímum hafa næstum allar þotur Icelandair farir í loftið.

Næsta sumar munu þá þeir sem eru á leið til Frankfurt, Stokkhólms, Kaupmannahafnar, Glasgow, Óslóar og fleiri evrópskra borga flogið héðan milli 10 og 11 á morgnana. Og þeir sem ætla í hina áttina eru ekki bundnir af þvi að fara í loftið síðdegis heldur geta beðið fram á kvöldið ef stefnan er sett á Boston, New York, Washington borg, Chicago, Seattle eða Toronto. Hinir svokölluðu tengibankar í starfsemi Icelandair verða því tveir næsta sumar og það er vísir að þeim þriðja á sölusíðu félagsins.

Næsta sumar eru þannig gert ráð fyrir flugi til Kaupmannahafnar klukkan korter yfir eitt á nóttunni. Sú þota kemur þá aftur til Keflavíkurflugvallar morguninn eftir og farþegarnir geta þá náð morgunflugi Icelandair til Boston klukkan 9:40. Farþegi sem flýgur frá höfuðborg Danmerkur klukkan hálf átta að morgni með Icelandair er þá kominn til Boston fyrir hádegi sama dag að staðartíma. Til samanburðar flýgur þota SAS frá Kaupmannahöfn í hádeginu og lendir í Boston um kaffileytið.

Nýir kjarasamningar lykill að frekari breytingum

Það hefur lengi takmarkað umsvif Icelandair að þurfa að koma farþegunum frá Evrópu til Keflavíkurflugvallar nógu tímanlega fyrir Ameríkuflugið seinnipartinn. Flugtíminn til Evrópu hefur þá takmarkast við fjóra tíma. Með því að bjóða líka upp á Ameríkuflug á kvöldin þá getur félagið farið til evrópskra borga sem eru lengra í burtu, til dæmis Moskvu og Rómar.

Farþegar í þessum borgum hefðu þá kost á því að flúga áfram með Icelandair til Bandaríkjanna og Kanada um kvöldið. Ennþá hefur Icelandair þó ekki bætt við Moskvu, Róm eða áfangastöðum í austur- og suðurhluta Evrópu við leiðakerfi sitt. Þær breytingar kunna þó að vera í farvatninu.

Sú breyting sem gerð var á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna vorið 2020 gerir Icelandair nefnilega mögulegt að fljúga til borga sem eru 5 til 5 og hálfan tíma í burtu án þess að flugmennirnir dvelji ytra á milli ferða. Þeir fá hvíldina heima í stað þess að fara á hótel í útlöndum. Þetta nýja fyrirkomulag hefur t.d verið nýtt í flug til Boston og Tenerife í ár.

Þess má geta að Wow Air spreytti sig á samskonar fyrirkomulagi sumarið 2018. Þá með Ameríkuflugi seint að kveldi frá Keflavíkurflugvelli.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …