Hver keypti víxilinn sem tryggði að Iceland Express komst í loftið?

Úr jómfrúarferð Iceland Express þann 27. febrúar árið 2003. Fullbókað var í fyrstu ferðinni.

Það er margt ólíkt með upphafsskrefum Play og Iceland Express. Því fyrrnefnda tókst að selja hlutafé fyrir um tíu milljarða króna fyrir fyrstu flugferðina á meðan forsvarsmenn Iceland Express urðu að gefa út víxil upp á 22 milljónir kr. til að tryggja sér þotu stuttu fyrir jómfrúarferðina í lok febrúar árið 2003.

Kaupandi víxilsins fékk veð í öllu hlutafé Iceland Express en sá var á þessum tíma stór hluthafi í Icelandair.

Hver þessi bjargvættur Iceland Express var má lesa í nýju Innleggi hér á síðum Túrista. Þar ber Ólafur Hauksson, einn stofnanda Iceland Express, saman upphaf þess félags og svo Play sem hóf áætlunarflug nú í sumar.

– Ert þú með innlegg í umræðuna um ferðaþjónustuna? Sendu þá línu á turisti(hjá)turisti.is.