Miklu ódýrara að leigja bíl í Orlandó eftir áramót

orlando skilti 860

Bandarísk stjórnvöld ætla núna í nóvember að hleypa ferðamönnum frá Evrópu inn fyrir landamærin á ný. Þar með verður bundinn endi á bannið sem Donald J. Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, setti á ferðir Evrópubúa í mars í fyrra. Ekki liggur fyrir nákvæm dagsetning en talsmaður Hvíta hússins sagði að horf væri til fyrri hluta nóvember.

Íslendingar komast því til Bandaríkjanna á nýjan leik og gera má ráð fyrir að stór hópur fagni því enda löng hefð fyrir ferðum landans til Flórdía yfir vetrarmánuðina.

Bílaleigubíll er þarfþing fyrir ferðafólk í Orlandó verðið á þeim hefur hækkað þónokkuð í heimsfaraldrinum. Skrifast sú þróun meðal annars á minna framboði.

Það er þó ljóst að þeir sem bóka í dag bíl til afnota eftir áramót borga umtalsvert minna en hópurinn sem ætlar til Flórída nú í nóvember og desember. Þetta sýnir verðkönnun Túrista en þar var leitarvél Rentalcars nýtt til að bera saman verð á bílaleigunum við alþjóðaflugvöllinn í Orlando en þangað fljúga þotur Icelandair nokkrar ferðir í viku og þar á meðal á föstudögum. Sá vikudagur var viðmiðið í könnuninni.