Ræða norræna matarmenningu á Egilsstöðum í dag

Grafið kjöt og fleiri góðgæti verður til umræðu á ráðstefnu Nordic Food Tourism á Egilsstöðum í dag. Mynd: Jessica Vogelsang

Nordic Food in Tourism er samstarfsverkefni átta Norðurlandaþjóða sem hafa unnið að framtíðargreiningu matvæla í ferðaþjónustu síðustu tvö ár. Verkefnið er styrkt af norrænu ráðherranefndinni en Íslenski ferðaklasinn, Matís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leiða verkefnið.

Niðurstöður verkefnisins verða kynntar í dag á ráðstefnu á Egilsstöðum og um 250 gestirm víðsvegar að úr heiminum, hafa nú þegar skráð sig. Bæði er hægt að mæta á svæðið og fylgjast með úr fjarlægð í gegnum stafræna miðla.

„Á ráðstefnunni verður fjallað um strauma og stefnur sem tengjast matvælaframleiðslu, mataræði og mat í ferðaþjónustu. Rýnt verður í breytingar og tækifæri sem felast í norrænum mat, sjálfbærum lífsstíl og matarupplifunar innan ferðaþjónustu ásamt því að gestum verður að sjálfsögðu boðið að smakka góðgæti úr nærsamfélagi Austurlands,“ segir í tilkynningu.

Áhugasamir um málið verða að skrá sig á ráðstefnuna en hægt er að gera það á heimasíður verkefnisins Nordicfoodintourism.