Samfélagsmiðlar

Saga Class líklega lakasta viðskiptafarrýmið

Þó Íslendingum hafi lengi þótt Saga Class fínasta fínt þá sýnir reynslan að auðugir ferðamenn hafa sett það fyrir sig að ferðast til Íslands af þeirri ástæðu að besta farrýmið hjá Icelandair þykir ekki nógu gott. Á þetta hefur bandarískur forsprakki hótelbyggingarinnar við Hörpu líka bent. Sá sér meðal annars tækifæri í opnun fimm stjörnu hótels í Reykjavík þar sem betur borgandi ferðamenn geta nú flogið hingað á fyrsta farrými með Delta og United.

Og segja má að Saga Class fái heldur neikvæða umsögn hjá ritstjóra bandaríska ferðavefsins Points Guy. Sá flaug nýverið með Icelandair frá New York og kemst að þeirri niðurstöðu að Saga Class sé líklega lakasta viðskiptafarrými sem í boði er í flugi yfir Norður-Atlantshafið. Þjónustan sé vissulega í anda þess sem þekkist á viðskiptafarrýmum en sætin eigi frekar heima aftar í vélinni.

Bandaríski ritstjórinn telur að í raun séu bara tvær ástæður fyrir því að kaupa miða á Saga Class. Í fyrsta lagi eru það lágu fargjöldin sem Icelandair sé reglulega með á boðstólum vestanhafs. Af þeim sökum kosti í raun sæti á Saga Class álíka mikið og önnur flugfélög rukka fyrir betri sætin á almennu farrými (Premium Economy). Ferðalag til Íslands er svo seinni ástæðan fyrir því að velja Saga Class að mati Points Guy.

Í umsögn Points Guy fær þráðlausa netið hjá Icelandair þó lof og einnig aðbúnaðurinn í nýju MAX þotunum. Ritstjórinn bendir því lesendum sínum á að fljúga heldur frá Newark flugvelli en JFK ef ferðinni er heitið frá New York til Íslands. Skýringin er sú að Icelandair nýtir oftar Boeing MAX þotur í flugið til þess fyrrnefnda á meðan gamlar Boeing 767 breiðþotur fljúga til og frá JFK. Að ganga um borð í þess háttar þotur er eins og fara aftur í tímann segir ritstjórinn.

Á það má hins vegar benda á að Boeing 767 þoturnar sem Delta flugfélagið nýtir í Íslandsflug sitt frá JFK flugvelli eru líka komnar til ára sinna. Þotan sem lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun var til að mynda framleidd árið 1998 á meðan Icelandair þotan sem kom hingað í morgun frá sama flugvelli er tveimur árum yngri. Icelandair er reyndar áttunda flugfélagið sem notar þá þotu á meðan Delta flugvélin hefur alltaf verið í flota bandaríska flugfélagsins.

—–

30 daga áskrift á 300 krónur.
Stór hluti af greinum Túrista er aðeins fyrir áskrifendur. Þú færð fullan aðgang í 30 daga fyrir aðeins 300 kr með því að nota afsláttarkóðann „300“ þegar þú pantar áskrift hér. Að þeim tíma loknum er greitt fullt gjald en alltaf hægt að segja áskriftinni upp.

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …