Samkeppnislög kunna að setja Icelandair Group skorður

Það eru vísbendingar um að hlutdeild systurfélaganna Icelandair og Vita á ferðamarkaðnum sé að aukast umtalsvert.

Icelandair Group hefur fjölgað ferðum til Alicante og Tenerife á næstunni. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlits, segir að eftirlitið og dómstólar hafi á fyrri tíð metið fyrirtæki í Icelandair samstæðunni markaðsráðandi á tilteknum mörkuðum. Myndir: Faisal/Unsplash og Samkeppniseftirlitið

Samruni Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða er skaðlegur samkeppni samkvæmt frummati Samkeppniseftirlitsins. Eftir að forráðamönnum ferðaskrifstofanna tveggja var kynnt þetta frummat afturkölluðu þeir beiðni um samruna sem Samkeppniseftirlitið hafði haft til skoðunar frá því í janúar. Ferðaskrifstofurnar hafa að undanförnu dregið töluvert úr framboði nú í haust og vetur.

Á sama tíma hafa systurfélögin Icelandair og Vita fjölgað ferðum til sólarlanda. Þannig ætlar Vita að bjóða upp á vetrarferðir til Alicante í fyrsta sinn en þotur Icelandair eru nýttar í flugið til spænsku borgarinnar. Stjórnendur Icelandair sjá auk þess tækifæri í bæta við ferðum til Tenerife og fljúga þangað allt að fjórum sinnum í viku. Vita nýtir þessar sömu áætlunarferðir til að flytja sína farþega í pakkaferðir til Tenerife.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.