Sumaráætlun Play að taka á sig mynd

Þeir sem hafa nú þegar ákveðið að heimsækja París næsta sumar geta bókað far þangað með þremur flugfélögum. Play, Transavia og Icelandair. Mynd: John Towner - Unsplash

Nú er hægt að bóka sæti með Play til fimm áfangastaða næsta sumar því félagið hefur sett í sölu ferðir til bæði Berlínar og Parísar. Áður var eingöngu hægt að kaupa miða til Alicante, Tenerife og Barcelona.

Áfram gerir Play ráð fyrir fjórum ferðum í viku til Berlínar og jafn mörgum til Parísar. Nú verður reyndar flogið til beggja borga á miðvikudögum í stað fimmtudaga en hingað til hafa þotur Play staðið óhreyfðar á Keflavíkurlfugvelli á miðvikudögum.

Önnur breyting er sú að næsta sumar verður lagt í hann til Berlínar klukkan korter í sex á morgnana. Ferðirnar til Parísar eru áfram á dagskrá klukkan sex.

Ennþá er ekki hægt panta sæti með Play til Kaupmannahafnar, Amsterdam og London næsta sumar en samkvæmt upplýsingum frá félaginu munu ferðir til fleiri áfangastaða fara í sölu á næstunni.

—–

90 daga áskrift á 900 krónur
Stór hluti af greinum Túrista er aðeins fyrir áskrifendur. Þú færð fullan aðgang í 90 daga fyrir aðeins 900 kr. með því að nota afsláttarkóðann „900“ þegar þú pantar áskrift hér. Að þeim tíma loknum er greitt fullt mánaðargjald (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja áskriftinni upp.