Úr 4 prósentum upp í 49 prósent

Farþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur fjölgað hratt í sumar. Enn er þó langt í að hópurinn verði álíka og fyrir heimsfaraldur. MYND: ISAVIA

Það voru um 415 þúsund farþegar sem fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Það er um helmingur af því sem var á sama tíma árið 2019. Heimsfaraldurinn sem hófst í árbyrjun 2020 hefur hins vegar olli gríðarlegum samdrætti sem þó hefur orðið mun minni eftir því sem líður á árið eins og sjá má á grafinu. Í ársbyrjun var umferðin bara nokkur prósent af því sem var í hittifyrra.

Það er þó ekki víst að þessi batamerki verði jafn skýr á næstunni að mati stjórnenda Isavia sem segja að dregið hafi úr eftirspurn á ný.

„Það er erfitt að draga aðra ályktun en þá að þarna séum við að sjá beina afleiðingu af hörðum, viðvarandi og síbreytilegum sóttvarnaraðgerðum á landamærunum,“ skrifar Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, í tilkynningu.