1.139 íslenskir gestir á hótelum í Berlín

Íslendingar nýttu sér tíðar ferðir til Þýskalands í sumar.

Berlín í haustlitunum. Mynd: Anthony Reungere / Unsplash

Nú eru Íslendingar greinilega farnir að venja komur sínar til höfuðborgar Þýskalands á ný. Í júlí og ágúst fjölgaði nefnilega gistinóttum Íslendinga í hótelum borgarinnar umtalsvert frá síðasta sumri. Voru næturnar rúmlega fjögur þúsund talsins og skiptust á 1.139 íslenska hótelgesti. Að jafnaði stoppaði því hver Íslendingur að jafnaði í 3,6 nætur samkvæmt útreikningum ferðamálaráðs Berlínar.

Hópur íslenskra ferðamanna í Berlín var ríflega helmingi fámennari í júlí og ágúst sl. í samanburði við sömu mánuði í hittifyrra. Þá tékkuðu vel á þriðja þúsund íslenskir gestir sig inn á hótel borgarinnar.

Bæði Icelandair og Play fljúga héðan til Berlínar nokkrum sinnum í viku en hér má sjá nýlega verðkönnun á fargjöldunum til borgarinnar.