Samfélagsmiðlar

2,5 milljarða króna hagnaður

Icelandair Group skilaði 2,5 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi en útbreiðsla Delta afbrigðisins hafði neikvæð áhrif á bæði sætanýtingu og einingatekjur flugfélagsins í september samkvæmt því sem segir í tilkynningu.

Einingatekjur félagsins fyrstu níu mánuði ársins eru í dag þremur prósentum hærri en spá félagsins fyrir allt árið 2021 gerði ráð fyrir. Aftur á móti er einingakostnaðurinn 19 prósentum hærri en áætlað var í fjárfestakynningu í tengslum við hlutafjárútboð félagsins sl. haust.

Lausafjárstaða flugfélagsins hefur styrkst að undanförnu og nam 57 milljörðum króna í lok fjórðungsins. Handbært fé frá rekstri nam 3,2 milljörðum króna samanborið við neikvætt handbært fé frá rekstri að fjárhæð 11,1 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi 2020.

Umsvif samsteypunnar jukustu umtalsvert síðasta ársfjórðungi því þá flugu þotur félagsins til þrjátíu og fjögurra áfangastaða í heildina. Á sama tíma í fyrra var framboðið miklu minna.

Í innanlandsflugi hefur farþegafjöldi þegar náð því sem hann var fyrir Covid og voru farþegar um 67 þúsund á fjórðungnum.

Mikill uppgangur hefur verið í fraktflutningum og á þriðja ársfjórðungi skilaði Icelandair Cargo hærri tekjum og flutningsmagn var meira en fyrir Covid faraldurinn. Fraktflutningar milli Evrópu og Norður Ameríku jukust töluvert á fjórðungnum og voru um 10% af heildarflutningum samanborið við 3% á árinu 2020.

„Eftir aukningu í bókunum fyrri hluta sumars, hægði á bókunum í ágúst og september vegna áhrifa Delta afbrigðisins. Aðstæður hafa batnað á ný og hefur bókunarflæði verið sterkt undanfarnar vikur. Opnun Bandaríkjanna fyrir evrópska ferðamenn er mjög jákvætt skref í áframhaldandi uppbyggingu félagsins þar sem allir markaðir þess verða opnir í kjölfarið. Flugframboð félagsins á þriðja ársfjórðungi var um 50 prósent af framboði félagsins á sama tíma 2019. Í fjórða ársfjórðungi mun félagið auka framboð sitt í um 65% af framboðinu 2019 og fljúga til 11 áfangastaða í Norður Ameríku og 15 í Evrópu. Áhrifa heimsfaraldursins og tilheyrandi ferðatakmarkana mun þó halda áfram að gæta og hátt eldsneytisverð mun hafa neikvæð áhrif á afkomu félagsins í fjórða ársfjórðungi,“ segir í tilkynningu frá flugfélaginu.

Þar er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair samsteypunnar, að það sé ánægjulegt að félagið skuli nú hagnaði í fyrsta sinn í tvö ár og þakkar hann starfsfólki fyrir úthald og útsjónarsemi við að bregðast hratt við breytingum á mörkuðum og koma auga á öll möguleg tækifæri.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …