Bandaríkin opna 8. nóvember

Mynd: Neonbrand / Unsplash

Bólusettir Evrópubúar fá að heimsækja Bandaríkin frá og með mánudeginum 8. nóvember. Þar með verður endi bundinn við bann við ferðum frá Evrópu til Bandaríkjanna sem hefur gilt frá því í mars í fyrra.

Bólusettir Bandaríkjamenn hafa aftur á móti verið velkomnir til Evrópu síðan í vor og í sumarbyrjun var annar hver ferðamaður hér á landi með bandarískt vegabréf.