Betrumbættur VisitIceland.com í loftið

Forsíða Visit Iceland Skjámynd af vef VisitIceland.com

Nýr vefur VisitIceland var kynntur í vikunni í tengslum við Vestnorden ferðaráðstefnuna sem fór fram á Reykjanesi. Endurgerð vefsins hefur verið í höndum Ferðamálastofu og Íslandsstofu með stuðningi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Efnistök á síðunni hafa verið dýpkuð umtalsvert og upplýsingar til ferðamanna þar með bættar til muna samkvæmt því sem segir í frétt á heimasíðu Ferðamálastofu.

Meðal nýjunga á VisitIceland.com er kolefnisreiknivél sem gerir ferðamönnum kleyft að reikna kolefnisspor í tengslum við ferðina til Íslands og að jafna síðan kolefinssporið hjá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í því. Auk þess eru á síðunni birtar tölur úr teljurum á helstu ferðamannastöðum landsins sem auðveldar ferðamönnum að skipuleggja ferðalag sitt og dreifir heimsóknum betur.

Til að styðja við verkefnið réði Ferðamálastofa fjóra einstaklinga til starfa í efnisgerð, vítt og breytt um landið í störf án staðsetningar. Munu þau halda áfram að byggja upp og bæta VisitIceland.com í samstarfi við aðra hagaðila.