Þrátt fyrir fækkun ferðamanna þá hækkuðu kortatekjur bílaleiganna í ágúst um rúmlega hálfan milljarð króna. Það eru því vísbendingar um að hærra hlutfall ferðamanna hafi kosið að ferðast í bílaleigubíl um landið en áður. Sigfús Bjarni Sigfússon, forstjóri Hertz, á hins vegar von á því að rútur verði valkostur fyrir fleiri næsta sumar.
Hér svarar Sigfús nokkrum spurningum Túrista um horfurnar fyrir veturinn og næsta sumar.