Einn vinsælasti samkvæmisleikurinn í fluggeiranum er að spá fyrir um hvenær fólk fer að ferðast vegna vinnu í sama mæli og áður. Tekjur af viðskiptaferðalöngum, sérstaklega þeim sem keyptu dýrustu sætin fremst í flugvélunum, voru nefnilega helsta tekjulind fjölda flugfélaga. Farþegarnir sem sátu aftur í og voru á leið í frí eða heimsækja vini og ættingja skiptu minna máli.