Fargjöldin til Berlínar næstu sjö helgar

Þeir sem vilja fljúga beint héðan til Berlínar hafa því aðeins úr ferðum íslensku flugfélaganna að velja.

Bæði íslensku flugfélögin bjóða upp á reglulegar ferðir til Berlínar í vetur. Mynd: visitBerlin / Dagmar Schwelle

Ef stefnan er sett á helgarferð til höfuðborgar Þýskalands á næstunni þá er í öllum tilvikum töluvert ódýrara að fljúga með Play en Icelandair. Verðmunurinn er mestur um þarnæstu helgi því þá er hann tvöfaldur.

Sem fyrr segir eru farmiðarnir dýrari hjá Icelandair en eftirspurn eftir flugi félagsins til og frá Berlín á sunnudögum virðist vera töluverð. Þannig nýtti félagið 262 sæta breiðþotu í flugið til borgarinnar í gær og mun hún hafa verið þéttsetin samkvæmt viðmælanda Túrista sem var um borð. Félagið gerir ráð fyrir að fljúga breiðþotu á ný til Berlínar núna á sunnudaginn.

Þess má geta að þeir sem fljúga með Play en vilja taka með sér hefðbundna handfarangurstösku verða að borga aukalega 5.200 krónur fyrir þess háttar. Bæði félög rukka fyrir innritaðan farangur.

Smelltu hér ef þú vilt bera saman verð á gistingu í Berlín og hér ef þú vilt skoða sérvalin hótel í borginni.