Fjölgar í hópi forstöðumanna í fluginu

Bæði íslensku flugfélögin hafa ráðið fleiri yfirmenn á skrifstofur sínar í vikunni. Mynd: Isavia

Icelandair tilkynnti í dag um ráðningu þriggja stjórnenda á skrifstofur félagsins. Það eru þau Guðný Halla Hauksdóttir sem tekur við sem forstöðumaður þjónustuupplifunar, Hákon Davíð Halldórsson sem forstöðumaður framlínu á sölu- og þjónustusviði og Jóhann Valur Sævarsson sem forstöðumaður gagna og sjálfvirkni.

Hjá Play hefur svo Oddný Assa Jóhannsdóttir verið ráðin sem forstöðumaður reikningshalds. Hún er annar forstöðumaðurinn í vikunni sem Play ræður því á mánudaginn bættist Rakel Eva Sævarsdóttir í hópinn hjá flugfélaginu. Hún verður yfirmaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar.