Fleiri kaupendur en fyrir faraldur

Frá Vestnorden árið 2018 sem haldin var á Akureyri. Mynd: Íslandsstofa

Vestnorden ferðakaupstefnan hefst á morgun í Reykjanesbæ og stendur til fimmtudags. Um er að ræða stærsta viðburðinn sem er haldinn í ferðaþjónustu á Íslandi og búast má við um fimm hundrað gestum til landsins til að taka þátt í kaupstefnunni. Þar af eru 178 kaupendur sem er ögn fleiri en á Vestnorden sem haldin var á Akureyri fyrir þremur árum siðan.

Í fyrra fór ferðakaupstefnan fram með rafrænum hætti.

Í tilkynningu frá Íslandsstofu segir að á Vestnorden sé lögð áhersla á ábyrga ferðahegðun og sjálfbærni og það falli vel að áhersluatriðum íslenskrar ferðaþjónustu.