Fleiri kveðja Icelandair

Ingibjörg Ásdís er nýr sölu- og markaðstjóri VÍS.

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir sem undanfarin ár hefur verið forstöðumaður þjónustu og notendaupplifunar hjá Icelandair hefur verið ráðin sölu- og markaðsstjóri VÍS. Ingibjörg Ásdís bætist þar með í hóp stjórnenda hjá Icelandair sem hefur sagt skilið við flugfélagið síðustu mánuði.

„Framtíðarsýn VÍS er að verða stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir því hvernig tryggingar virka og fækkar tjónum. Áherslur félagsins hafa verið mótaðar fyrir næstu misseri og snúa meðal annars að því  að bæta upplifun viðskiptavina. Ég tel mig hafa þá þekkingu og reynslu til þess að það verði að  veruleika. Ég hlakka virkilega til að hefja störf hjá VÍS,“ skrifar Ingibjörg Ásdís í tilkynningu.

Þess má geta að VÍS er einn stærsti hluthafi flugfélagsins Play og hefur tryggingafélagið bætt við hlut sinn að undanförnu.