Fljúga Max þotum hlið við hlið til Tenerife

Við flugstöðina á Tenerife. Mynd: Aena

Það var fyrst nú í vor sem Icelandair hóf áætlunarflug til Tenerife og þá með tveimur ferðum í viku. Nú í haust hefur félagið tvöfaldað framboðið með því að senda tvær Max þotur til spænsku eyjunnar á miðvikudags- og laugardagsmorgnum í stað einnar. Samkvæmt bókunarsíðu flugfélagsins er gert ráð fyrir að halda uppteknum hætti fram í desember.

Þar með verða áfram sæti fyrir 712 farþega í viku hverri í flugi Icelandair til Tenerife en systurfélag flugfélagsins, ferðaskrifstofan Vita, nýtir hluta af sætunum til að koma sínum farþegum til spænsku eyjunnar.

Auk Icelandair þá býður Play upp á tvær ferðir í viku til Tenerife og Heimsferðir og Ferðaskrifstofa Íslands sameinast svo um eina brottför á miðvikudögum.


Viltu prófa áskrift að Túrista? Þú færð 30 daga áskrift fyrir 300 kr. með því að nota afsláttarkóðann „300″. Í framhaldinu fullt verð (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja upp.
Smelltu hér til að gerast áskrifandi