Flugfarþegar sleppa við grímur

Það styttist í að tilveran í farþegarýminu verði eins og áður, alla vega ef flogið er innan Skandinavíu. MYND: NORWEGIAN

Allir þeir sem fljúga með SAS og Norwegian innan Skandinavíu þurfa frá og með næstu viku ekki lengur að vera með grímur. Talskona SAS segir í samtali við Sænska útvarpið að nú þegar Danmörk, Svíþjóð og Noregur hafa opnað fyrir ferðalög og fellt niður allar sóttvarnaraðgerðir þá sé ekki lengur þörf á grímum í háloftunum.

Áfram verða þó farþegar sem fljúga með SAS og Norwegian út fyrir Skandinavíu að setja upp grímur og það á þá við um ferðir félaganna tveggja til Keflavíkurflugvallar.