Markaðsvirði stærstu flugfélaga Evrópu og Bandaríkjanna lækkaði umtalsvert í vikunni. Gengi hlutabréfa í móðurfélagi British Airways og Iberia lækkaði um fimmtán prósent og virði Ryanair og easyJet fór niður um átta af hundraði.
Vestanhafs fór hlutabréfaverðið í sömu átt þrátt fyrir að uppgjör flugfélaga eins og United og Southwest hafi verið betri en almennt var gert ráð fyrir.