Kippur í ferðum Íslendinga til Vínar

vin2
Íslendingar eru farnir að ferðast til Vínar á nýjan leik. Mynd: Wien.info

Þrátt fyrir beint flug frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgar Austurríkis þá voru fáir Íslendingar á hótelum borgarinnar í júlí og ágúst. Í september margfaldaðist fjöldinn því þá voru gistinætur Íslendinga 442 talsins. Það er engu að síður rétt um þriðjungur af því sem var í september 2019. Framboð af flugi dróst líka saman á milli þessara tímabili eða um nærri helming og það skýrir þá að hluta til niðursveifluna.

Nú í vetur gerir flugáætlun Wizz Air ráð fyrir tveimur ferðum í viku héðan til Vínarborgar en ekkert annað flugfélag veitir þessu ungverska lágfargjaldaflugfélagi samkeppni á flugleiðinni. Á sumrin fær Wizz air svo samkeppni frá austurríska leiguflugfélaginu Austrian Holidays.

Hvorki Icelandair né Play fljúga til Vínar en bæði félög eru þó með að dagskrá ferðir til Salzburg eftir áramót.