Samfélagsmiðlar

Mæla loftgæði við flugvöllinn

Loftmælar hafa verið settir upp á Keflavíkurflugvelli.

Isavia hefur í samvinnu við Verkfræðistofuna Vista sett upp þrjá nýja loftgæðamæla á Keflavíkurflugvelli. Jafnframt voru gefnir og settir upp mælar í Sandgerði og í Garði til að fylgjast vel með loftgæðum íbúa. Staðsetning mælanna í Garði og Sandgerði var valin í samstarfi við Suðurnesjabæ og Umhverfisstofnun til að þétta mælanet stofnunarinnar. Gjöf Isavia er hluti af sjálfbærnistefnu fyrirtækisins að því fram kemur í tilkynningu.

Mælarnir mæla ýmis efni í andrúmsloftinu sem geta borist frá eldstöðvum, meðal annars brennisteinsvetni, brennisteinsdíoxíð og köfnunarefnisdíoxíð. Auk þess greina mælarnir hitastig, rakastig og loftþrýsting. Um er að ræða öfluga mæla frá breska fyrirtækinu AQMesh sem hefur sérhæft sig í loftgæðamælum og eru mælar frá AQmesh í notkun út um allan heim og hafa þeir t.d. verið notaðir til að mæla brennisteinsdíoxíð frá eldfjallinu Masya í Níkaragva.

„Það er okkur mjög mik­il­vægt að geta haft góða yfirsýn á loftgæðum á Kefla­vík­ur­flug­velli og þessir nýju mælar auðvelda okkur þá vinnu. Góð loftvist er mikilvæg okkar starfsfólki, gestum og nærumhverfi flugvallarins. Isavia hefur sett sér öfluga stefnu á sviði sjálfbærni og er þessi fjárfesting hluti af þeirri stefnu okkar. Við höfum átt gott samstarf með Suðurnesjabæ og Umhverfisstofnun við val á staðsetningu mæla í sveitarfélaginu.  Fjárfestingin í nýju mælunum mun því einnig skila sér til aukinni nákvæmni í mælingum á Reykjanesi og inn á mælanet Umhverfisstofnunar,” segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, í tilkynningu.

Að loknum prófunum verða mælingarnar gerðar aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar www.loftgaedi.is og hefur þannig almenningur fullan aðgang að mælingunum. Ástand loft­gæða á hverri mælistöð er litamerkt þannig að al­menn­ing­ur á auðvelt með að átta sig á stöðunni. Styrk­ur meng­un­ar­efna á hverri stöð ræður litn­um á viðkom­andi stöð á Íslands­kort­inu.

Nýtt efni

Þýski bílaframleiðandinn Mercedes-Benz hefur greint frá því að rafbílnum Vision EQXX hafi á dögunum verið ekið rúmlega 1.000 kílómetra leið frá Riyadh til Dúbæ á einni hleðslu. Meðaleyðslan var 7.4 kílóvattstundir á 100 km. leið. Þetta samsvarar því að bensínbíll eyddi um 0.9 lítrum á 100 km. Ökuleið Vision EQXX lá að sögn framleiðandans um …

„Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá Play,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, í tilkynningu um síðustu mánaðamót. Nú liggur fyrir að Birgir mun kveðja samstarfsfólk sitt um næstu mánaðamót, nokkrum dögum fyrir þriggja ára starfsafmæli sitt hjá Play. Frá þessu …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Í tilkynningu sem ráðuneyti sem fer með ríkiskaup Póllands sendi um helgina kemur fram að LOT standi nú frammi fyrir þeirri ákvörðun að halda sig við flugvélar brasilíska framleiðandans Embraer fyrir skemmri flugleiðir eða velja frekar vélar frá Airbus í Frakklandi. Leitað verður til beggja framleiðenda og þeir beðnir um tilboð í smíði 84 flugvéla …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

„Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá …

Hvað varð um Graham Potter? spyrja margir fótboltaunnendur nú þegar liðið er næstum eitt ár síðan þessi listhneigði fótboltaþjálfari stjórnaði fótboltaliði frá hliðarlínunni. Chelsea var síðasti áfangastaður Potters en þaðan var hann rekinn þann 2. apríl árið 2023 eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Potter mætti til Chelsea fullur af bjartsýni eftir glæsislegan þjálfaraferil í …

Skýrslan Policy tools for sustainable and healthy eating - Enabling a food transition in the Nordic countries er unnin í kjölfar útgáfu Norrænna næringarráðleggina (Nordic Nutrition Recommendations) árið 2023 sem var afrakstur fimm ára vinnu hundruða sérfræðinga um ráðlagðar matarvenjur og næringu fólks á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Sú útgáfa hlaut mikla athygli enda í …