Ódýrara með Play en Icelandair til Salzburg

Bæði Icelandair og Play setja stefnuna á Salzburg eftir áramót. Mynd: Anthony Hill - Unsplash

Skíðakappar á leið upp í austurrísku Alpana geta eftir áramót flogið beint með bæði Icelandair og Play til Salzburg. Þotur félaganna tveggja munu leggja í hann á laugardagsmorgnum og fljúga heim sama dag. Þrátt fyrir að flugáætlunin sé nákvæmlega eins þá eru fargjöldin það ekki.

Farmiðaverðið er í öllum tilvikum nokkuð hærra hjá Icelandair eins og sjá má hér fyrir neðan. Munurinn er mestur í ferðina 29. janúar til 5. febrúar því þá er Play um þriðjungi ódýrari kostur en Icelandair eins og sjá má hér fyrir neðan.

Í samanburði við könnun Túrista fyrir mánuði síðan á hafa ódýrustu sætin hjá báðum flugfélögum hækkað þónokkuð í verði.