Sætin til Flórída orðin miklu dýrari

Icelandair stefnir

Í lok síðustu viku var loks tilkynnt að bandarísk landamæri verða opnuð á nýjan leik þann 8. nóvember. Beðið hefur verið eftir þessari dagsetningu allt frá því 20. september sl. þegar fyrstu fréttir bárust af stefnubreytingu Bandaríkjastjórnar varðandi ferðir Evrópubúa til landsins.

Á þeim tímapunkti gerði áætlun Icelandair aðeins ráð fyrir níu ferðum til Orlandó í nóvember. Framboðið var hins vegar orðið tvöfalt meira tveimur sólarhringum síðar líkt og Túristi greindi frá.

Aukið framboð á flugi til Flórída hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að fargjöldin hafa hækkað verulega. Samkvæmt athugun Túrista þá nemur verðhækkunin 16 til 75 prósentum á þeim níu brottförum í nóvember sem voru á upphaflegri flugáætlun.

Verðið í viðbótarferðirnar er sömuleiðis orðið töluvert hærra en áður var ef brottförin þann 25. nóvember er frátalin.

Farmiðaverðið í desember hefur einnig verið á uppleið á undanförnu en þó aðallega í ferðirnar frá Keflavíkurflugvelli milli 11. og 22. desember.

MEIRA: Verðkönnun á bílaleigubílum í Orlandó


Þú færð 30 daga áskrift fyrir 300 kr. með því að nota afsláttarkóðann „300″. Í framhaldinu fullt verð (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja upp. Smelltu hér til að gerast áskrifandi