Samdráttur í utanferðum Íslendinga hefur ekki verið minni

Það fóru litlu fleiri Íslendingar til útlanda í júlí en nú í september. Í venjulegu árferði munar þó nokkur á þessum tveimur mánuðum. Mynd: Isavia

Nú þegar stór hluti þjóðarinnar er bólusettur og ferðalög til annarra Evrópuríkja eru orðin nokkuð hefðbundin þá eru Íslendingar farnir að streyma út í heim á ný. Í september flugu 28 þúsund Íslendingar frá Keflavíkurflugvelli sem er rétt um 42 prósent samdráttur miðað við sama mánuð í hittifyrra.

Það er minni niðursveifla en fyrstu átta mánuði ársins eins og sjá má hér fyrir neðan.