Samruni Nordic Visitor og Iceland Travel samþykktur

Ásberg Jónsson stofnandi og framkvæmdastjóri Nordic Visitor.

Í lok apríl var gengið frá samkomulagi um kaup Nordic Visitor á Iceland Travel en síðarnefnda ferðaskrifstofan tilheyrði Icelandair samsteypunni. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og nú er það fengið.

Í nýrri tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir nefnilega að samruni Nordic Visitor og Iceland Travel valdi ekki markaðsráðandi stöðu eða umtalsverðri röskun á samkeppni. Þar með er ekki tilefni til íhlutunar að því segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurði segir að Nordic Visitor starfi aðallega á smásölumarkaði en Iceland Travel á heildsölumarkaði.

Kaupverð Iceland Travel var 1,4 milljarðar króna og það er fjárfestingasjóðurinn Alfa Framtak sem kom að kaupunum með Nordic Visitor og eignast þar með 26 prósent hlut í fyrirtækinu.