Síðustu forvöð að sækja um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Frá Goðafossi. Mynd: Richard Dorran / Unsplash

Opnað var á umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í lok september og rennur fresturinn út á þriðjudaginn í næstu viku. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.

Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir sem snúa að öryggi ferðamanna, nátturuvernd og uppbyggingu, viðhaldi og verndun og einnig fjármögnum á undirbúnings- og hönnunarvinnu.

Nánari upplýsingar má finna á vef Ferðamálastofu.