Sjöfalt fleiri vegabréf

vegabref 2
Mynd: Þjóðskrá

Það voru greinilega fáir Íslendingar með hugann við ferðalög út í heim fyrir ári síðan því aðeins 312 vegabréf voru gefin út í september í fyrra. Síðan þá hefur nærri öll þjóðin verið bólusett og sala á utanlandsferðum er blómleg þessa dagana. Og til marks um breytta tíma þá voru 2.093 íslensk vegabréf gefin út í nýliðnum september eða sjöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra.

Til samanburðar voru nýju vegabréfin 1.302 talsins í september 2019 eins og sjá má á línuriti Þjóðskrár.