Nú þegar flugsamgöngur eru að verða eðlilegar á ný þá þurfa stjórnendur flugfélaga að takast á við nýja áskorun og það er hið ört hækkandi olíuverð. Kaup á þotueldsneyti vega nefnilega mjög þungt í rekstri flugfélaga. Hlutfallið getur hæglega verið á bilinu 20 til 25 prósent þegar olíuverðið er jafn hátt og það er í dag.