Það stefnir í að tekjur Play í ár verði lægri en lagt var upp með í kynningu á hlutafjárútboði félagsins í sumar. Ástæðan er sú að farþegar félagsins hafa verið þónokkuð færri en reiknað var með. Félagið þyrfti til að mynda að fljúga með fullar þotur til áramóta ef markmiðið væri ennþá að flytja 143 þúsund farþega í ár. Það er hins vegar ekki lengur horft til þeirrar tölu.