Vissara að bóka bílaleigubíl í Alicante tímanlega

Frá Alicante. Mynd: Cale Weaver / Unsplash

Af fargjöldunum að dæma þá eru margir Íslendingar á leið til Alicante næstu vikur. Og þeir Spánarfarar sem vilja hafa bíl til umráða geta sparað sér töluvert með því að ganga frá leigunni með ágætis fyrirvara.

Sá sem bókar í dag bíl fyrir þarnæstu viku greiðir nærri fjórfalt meira en sá tekur núna frá bíl seinni hlutann í nóvember. Þetta sýnir athugun þar sem leitarvél Rentalcars var notuð til að bera saman leiguverð á bílaleigum við flugvöllinn í Alicante. Verðið í desember er álíka og í nóvember en hins vegar er það hærra í janúar á næsta ári en þó mun lægra en núna í október.