Aðgerðir gætu dregið úr bókunum fyrir næsta sumar

Forstjóra stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu líst ekki á blikuna.

kaupmannahofn ferdamadur Morten Jerichau
Ferðamenn við Amelienborg í Kaupmannahöfn. Mynd: Morten Jerichau / Ferðamálaráð Kaupmannahafnar

Hertar sóttvarnaraðgerðir í Evrópu tefla í tvísýnu þeim bata sem var í augsýn í ferðaþjónustu álfunnar að mati Michael O’Leary forstjóra Ryanair. Hann segir að allt hafi verið á réttri leið þar til í síðustu viku en nú væri staðan önnur. Vísaði forstjórinn sérstaklega til tuttugu daga útgöngubanns í Austurríki sem gekk í gildi nú á mánudaginn.

O’Leary telur að óvissan sem nú ríki muni óumflýjanlega verða til þess að fólk hiki við að ferðast næstu vikur. Eins gæti ástandið orðið til þess að margir dragi að skipuleggja ferðalög næsta sumars.

Þetta kom fram í erindi írska forstjórans á ráðstefnu Flugleiðsögustofnunnar Evrópu í gær. Hann bætti því að ofhræðslu gætti meðal evrópska ráðamanna og skoraði O´Leary á þá að að beina sjónum sínum að þeim óbólusettu í stað þess að takmarka ferðafrelsi bólusettra.


Þú færð aðgang að öllum greinum Túrista í 90 daga fyrir 900 krónur með því að nota afsláttarkóðann „900″ þegar þú pantar áskrift. Í framhaldinu fullt mánaðarverð (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja upp.