Samfélagsmiðlar

Áhersla á fjölbreytni og jafnrétti við ráðningar á nýjum framkvæmdastjórum

Breytingar á skipulagi Icelandair Group voru kynntar í vikunni og nú eru tvær framkvæmdastjórastöður lausar fyrirtækinu.

„Okkur fannst því rétt að gera breytingar á þessum tímapunkti og höfum við heilt yfir fengið mjög jákvæð viðbrögð frá starfsfólki," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.

Túristi spurði Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair Group, út í komandi ráðningaferli, endurteknar uppstokkanir á sölu- og markaðssviði og hvort það væri ennþá þörf á því að skilgreina fyrirtækið sem „Group“ nú þegar reksturinn takmarkast við flug.

Það eru sex karlar og ein kona í framkvæmdastjórninni í dag. Má búast við að konur verði ráðnar í þær tvær stöður sem núna eru lausar til að minnka kynjahallann?

Í því ráðningarferli sem er framundan er lykilmarkmiðið að búa til mjög sterkt framkvæmdastjórnarteymi. Fjölbreytni skiptir þar miklu máli. Félagið leggur jafnframt mikla áherslu á jafnréttismál og höfum við sett okkur skýr markmið á því sviði. Það er því ljóst að sjónarmið um fjölbreytni og jafnrétti munu hafa mikið vægi við ráðningarnar.

Þið ætlið að stokka upp sölu- og markaðsviðið á nýjan leik. Það hafa fjórar einstaklingar leitt þetta svið í einni eða annarri mynd síðustu fimm ár. Hvernig hafa almennir starfsmenn tekið þessum tíðu breytingum og þeirri staðreynd að nú munu verkin skiptast á tvö mismunandi svið.

Við erum öll sammála því að nú er mikilvægt að koma á ákveðnum stöðugleika. Í þessu samhengi verður samt að hafa í huga að þegar Covid-19 fór að hafa mikil áhrif á félagið þá var starfsemin skorin verulega niður og breytingar gerðar á skipulaginu. Þá sögðum við að við myndum endurskoða skipulagið aftur þegar við værum komin út úr Covid. Þrátt fyrir að heimsfaraldurinn sé ekki liðinn hjá þá er félagið komið á allt annan stað og við höfum verið í mikilli uppbyggingu síðustu mánuði. Okkur fannst því rétt að gera breytingar á þessum tímapunkti og höfum við heilt yfir fengið mjög jákvæð viðbrögð frá starfsfólki. Þær endurspegla vel áherslur í okkar starfsemi og styðja enn betur við lykilmarkmið okkar, sem er að mæta þörfum viðskiptavina okkar í síbreytilegu umhverfi og stuðla að ánægjulegu og þægilegu ferðalagi.

Kom til greina að fella niður „Group“ í heiti fyrirtækisins í tengslum við þessar skipulagsbreytingar nú þegar búið er að selja Icelandair hótelin og Iceland Travel?

Það kom ekki til skoðunar að fella Group nafnið niður við þessar breytingar. Hins vegar hefur starfsemi og skipulag félagsins breyst verulega á undanförnum árum. Nú er það rekstrarfélag sem er eingöngu í flugi og flugtengdri starfsemi. Við höfum einfaldað skipulagið mjög mikið en fyrir nokkrum árum var sérstakt stjórnunarteymi hjá móðurfélaginu en þar er enginn starfsmaður lengur. Við samþættingu innanlands- og millilandaflugs einfölduðum við skipulagið enn frekar og stjórnendum fækkaði. Svo er búið að selja hótelin og Iceland Travel eins og þú segir. Við erum því ekki að horfa á félagið lengur sem samsteypu og það endurspeglast í stjórnskipulaginu og hvernig félagið er rekið. Hins vegar er Icelandair Group skráða félagið og þar eru ýmsir samningar sem tengjast til dæmis fjármögnun. Það væri því talsverður kostnaður og vinna fólgin í því að leggja Icelandair Group niður og við höfum ekki tekið ákvörðun um að gera það á þessu stigi, hvað sem síðar verður. Það sem öllu máli skiptir er að við sem störfum hjá félaginu horfum á það sem rekstrarfélag, ekki eignarhaldssamsteypu. Þannig höfum við jafnframt verið að kynna félagið út á við.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …