Það er yfirlýst markmið stjórnenda norska flugfélagsins Norwegian að umsvifin verði ekki aftur jafn mikil og þau voru fyrir heimsfaraldur. Félagið hefur nefnilega hætt öllu áætlunarflugi til Norður-Ameríku og lokað fjölda starfsstöðva í Evrópu. Engu að síður nýttu sexfalt fleiri sér ferðir norska félags en Icelandair í síðasta mánuði.