Samfélagsmiðlar

Boða endurskoðun á séríslenskri útgáfu af gistináttaskatti

Gistináttagjaldið hér á landi er ekki lagt á hvern gest heldur svokallaða gistieiningu, t.d. hótelherbergi.

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var kynntur í gær og þar segir að leita eigi leiða til að tryggja sveitarfélögum auknar tekjur af ferðamönnum. Í þessum efnum er horft sérstaklega til gistináttagjaldsins samkvæmt því sem fram kemur í verkefnaáætlun ríkisstjórnarinnar.

„Samhliða endurreisn ferðaþjónustunnar verður fyrirkomulag gjaldtöku í greininni tekið til skoðunar. Horft verður til þess að breikka skattstofninn og tryggja jafnræði aðila á markaði. Unnið verður að breytingum á fyrirkomulagi gistináttagjalds í samvinnu við greinina og sveitarfélögin með það að markmiði að sveitarfélögin njóti góðs af gjaldtökunni,“ segir í ferðaþjónustukafla áætlunarinnar.

Nánari útfærsla á þessari aðgerð liggur ekki fyrir samkvæmt svörum frá Stjórnarráðinu. Af textanum að dæma þá er gistináttagjaldið ekki á útleið en það ver innleitt í ársbyrjun 2012.

Íslenskur „City Tax“ á landsvísu

Á þeim áratug sem liðinn er hefur gjaldið hækkað úr 100 krónum á hverja gistieiningu upp í 300 krónur. Sú breyting átti sér stað árið 2017. Gjaldið var svo fellt niður tímabundið þann 1. apríl í fyrra vegna neikvæðra áhrifa heimsfaraldursins á afkomu ferðaþjónustufyrirtækja. Sú ráðstöfun gildir til áramóta.

Það fyrirkomulag sem verið hefur á gistináttagjaldi hér á landi er um margt ólíkt því sem tíðkast á meginlandi Evrópu.

Þar er gjaldtakan nefnilega nú þegar á vegum sveitarfélaga og því jafnan kölluð „City Tax“ á greiðslukvittunum hótelgesta. Skatturinn getur einni verið mismunandi hár eftir landshlutum. Í Þýskalandi hefur hann verið hæstur í Berlín eða 5 prósent en farið undir eitt prósent í þýskum bæjum og sveitum.

Það sama fyrir svítu og svefnpokapláss

Í Frakklandi og Ítalíu eru skatturinn vanalega föst upphæð og ræðst hún af gæðum og tegund gistingar. Þeir sem gista á fimm stjörnu hóteli borga þá meira en þeir sem leigja svefnpláss í koju á farfuglaheimili. Hér á landi er gjaldið það sama fyrir allar tegundir gistingar.

Og það sem meira er þá miðast íslenska gistináttagjaldið ekki við hvern gest heldur svokallaða gistieiningu, t.d. hótelherbergi. Það þarf því að borga 300 krónur á hverja nótt fyrir bæði hótelsvítur og eins manns herbergi. Í þeim Evrópuríkjum sem gistináttagjald hefur verið innheimt er það lagt á hvern gest.

Sem fyrr var gistináttagjaldið lagt á hér á landi fyrir áratug síðan en ekkert hinna Norðurlandanna er með þess háttar aukaálögur á gistingu. En virðisaukaskattur á gistingu er sambærilegur hér og hjá hinum frændþjóðunum ef Danmörk er undanskilin. Þar í landi bara eitt skattþrep og 25 prósent virðisaukaskattur lagður á alla þjónustu. Í Noregi og Svíþjóð er gisting í lægra þrepi (12 prósent) og það sama gildir hér á landi og vaskurinn því 11 prósent.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …