Ennþá stefnt að sex þotum næsta sumar

Ein af Airbus þotum Play eftir flugtak frá Stansted flugvelli í London. MYND: LONDON STANSTED

Það eru þrjár Airbus A321 neo þotur í flota Play í dag og í næstu viku fær félagið afhentar tvær til viðbótar. Þær eru af gerðinni A320 neo og koma beint frá flugvélaframleiðandanum sjálfum. Reiknað er með að flugvélarnar verði tilbúnar til notkunar í mars á næsta ári en þá hefst formlega sumaráætlun evrópska fluggeirans.

Áfram er svo ætlunin að floti Play samanstandi af sex Airbus þotum næsta sumar því í svari frá flugfélaginu segir að unnið sé að samningum um leigu á sjöttu flugvélinni.

Play hefur nú þegar tryggt sér tvær þotur til viðbótar fyrir sumarvertíðina 2023.


Viltu prófa áskrift að Túrista? Þú færð 30 daga áskrift á 300 krónur með því að nota afsláttarkóðann „300“ þegar þú pantar áskrift. Fullt verð í framhaldinu (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja upp.