Erfitt að lesa markaðinn þegar hann fylgir ekki sögulegum sveiflum og breytist hratt

Spánarflug Play hefur nú í haust komið mun betur út en flug til annarra áfangastaða.

Í október flaug Play með nærri 9 þúsund farþega til og frá Spáni. „Mögulega hefðum við getað keyrt á Spán í nóvember, þó að sögulega sé það tæpt, en við vildum vera varkár og taka ekki áhættuna," útskýrir Birgir Jónsson, forstjóri Play. MYNDir: AENA OG PLAY

Óseldu sætunum í þotum Play fækkaði umtalsvert í október frá því sem var mánuðina á undan. Sú bæting skrifast að miklu leyti á Spánarflugið því þar var sætanýtingin miklu betri en í flugi til annarra áfangastaða samkvæmt samantekt Túrista.

Nú í nóvember er framboð á flugi til Spánar hins vegar minna en verið hefur því engar ferðir eru á dagskrá til Alicante og Barcelona. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að þar með verði félagið hugsanlega af tekjum en á móti komi lægri kostnaður.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.