Fargjöldin hjá Play hafa lítið breyst en hækkað umtalsvert hjá Icelandair

Það er töluvert úrval af ferðum héðan til Berlínar í vetur á vegum Icelandair og Play Mynd: Anthony Reungere / Unsplash

Þeir sem vilja fljúga beint frá Keflavíkurflugvelli til Berlínar hafa úr ferðum tveggja flugfélaga að velja, Icelandair og Play. Og ef stefnan er sett á þýsku borgina næstu helgar þá er í öllum tilvikum hægt að komast þangað fyrir mun minna með Play en Icelandair.

Verðmunurinn er um það bil tvöfaldur næstu tvær helgar og bilið er ennþá meira helgina þar á eftir eins og sjá má hér fyrir neðan.

Það vekur athygli að fargjöldin hjá Icelandair til Berlínar hafa hækkað verulega frá síðustu könnun Túrista sem gerð var 11. október. Allar helgarferðirnar í nóvember eru töluvert dýrari í dag en þær voru í október.

Hjá Play hafa fargjöldin hækkað lítið og síðustu helgina í nóvember eru þau lægri í dag en þau voru fyrir þremur vikum síðan.