Það flugu 37 prósent færri útlendingar frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði í samanburði við október í hittifyrra. Erlend kortavelta dróst hins vegar hlutfallslega mun minna saman eða um fjórtán prósent. Það voru nefnilega nokkrar þjóðir sem eyddu meiru hér á landi í síðasta mánuði í samanburði við október 2019.