Fjölga í framkvæmdastjórninni

MYND: ICELANDAIR

Allt frá því að framkvæmdastjórn Icelandair Group var stokkuð upp í hittifyrra þá hafa setið þar sjö framkvæmdastjórar ásamt Boga Nils Bogasyni forstjóra. Þrír þessara framkvæmdastjóra hafa hins vegar sagt störfum sínum lausum í ár og nú boðar flugfélagið aðra breytingu á framkvæmdastjórninni.

Þar með fjölgar framkvæmdastjórunum á launaskrá flugfélagsins um einn því sölu- og þjónustusviðinu verður skipt í tvennt. Tómas Ingason sem leitt hefur stafræna þróun hjá flugfélaginu flyst til í framkvæmdastjórninni og tekur við nýju sviði sem heldur utan um leiðakerfið og sölumál.

Við þessa breytingu losnar staða gamla staðan hans Tómasar og eins á eftir að fylla stól Birnu Einarsdóttur. Báðar þessar stöður verða auglýstar á næstunni samkvæmt því sem segir í tilkynningu.

Þú færð aðgang að öllum greinum Túrista í 90 daga fyrir 900 krónur með því að nota afsláttarkóðann „900″ þegar þú pantar áskrift. Í framhaldinu fullt mánaðarverð (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja upp.