Fleiri lönd loka

Allir þeir sem fara til Bretlands verða að fara í einangrun á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr PCR próf. Þessi regla gildir frá 30. nóvember. Mynd: London Heathrow Airport

Japönsk landamæri hafa að mestu leyti verið lokuð í heimsfaraldrinum en þau voru opnuð nú í vetrarbyrjun. Þó aðeins fyrir erlendum námsmönnum, fólki í stuttum vinnuferðum og erlendu vinnuafli. Á morgun, 30. nóvembver, verður landamærunum aftur á móti lokað á ný fyrir öllum útlendingum. Þetta tilkynnti Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, í morgun.

Með þessu vilja japönsk stjórnvöld draga úr líkunum á að að ómíkrón-afbrigði kórónaveirunnar berist til landsins. Stjórnvöld á Filippseyjum tilkynntu einnig í morgun að beðið yrði með að hleypa útlendingum inn í landið vegna nýja afbrigðisins. Áströlsk stjórnvöld eru sögð vera að íhuga samskonar breytingar á boðuðum afléttingum hjá sér.

Í Ísrael ákváðu ráðamenn að loka landinu algjörlega vegna ótta við að ómíkrón berist þangað. Og allir þeir sem fara til Bretlands verða frá og með morgundeginum að fara í tveggja daga einangrun á meðan beðið er eftir niðurstöðum PCR-prófs.


Þú færð aðgang að öllum greinum Túrista í 30 daga fyrir 300 krónur með því að nota afsláttarkóðann „300″ þegar þú pantar áskrift. Í framhaldinu fullt mánaðarverð (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja upp.